Háskólapía
Ég mætti á Hóla í Hjaltadal á sunnudagskvöldið. Var pínu stressuð fyrsta daginn enda stórt og mikið verkefni sem ég var búin að koma mér í. En ótrúlegt en satt þá var stressið algjört óþarfi. Hér eru allir yndislegir, kennarnarnir frábærir - þeir sem ég hef hitt hehehe... Í gær eftir skóla fórum við í langan göngutúr um Hóla með rektori skólans, Erlu. - Spennandi sögur - hlátur - gaman - Enduðum uppí hesthúsi sem er svolítið langur spölur frá skólanum sjálfum. En veðrið var gott! Hólar í Hjaltadag séð frá göngustígnum að hesthúsunum Altaristaflan. Ein af 3 í heiminum Kvöldið endaði með dýrindis steikarsamloku, heitum potti & bjórkvöldi! Alvöru háskólastemming! Í kvöld er svo önnur veisla, pítsaveisla! Alltaf partý á Hólum! Á morgun er svo bjórskemmtun í Bjórsetr...