Posts

Showing posts from September, 2014

Hæ aftur!

Image
Úps.... !! Ég er alltof léleg orðið að blogga um árangurinn minn :( afsakið!! Hef bara átt mjög erfitt með mataræðið og var farin að líða illa því ekkert var að gerast í sumar! En sem betur fer á ég frábært fólk í kringum mig sem peppar mig upp og er ég komin aftur á réttu brautina! Ég byrjaði á Carb Nite á fimmtudaginn þarsíðasta og var þá 85 kg, JEBB ég þyngdist um heil 10 kg í sumar ÁN þess að gera vitlaus, Eina breytingin var -5% í fituprósentu (sem er gott) og -2cm í mitti. Styrktarþjálfarinn minn var jafnhissa og ég... En hey við gefumst ekki upp! Til þess að ná árangri sem á að vera til frambúðar þarf að koma hæðir og lægðir annað slagið. Það gerir okkur bara sterkari fyrir vikið :) En já... ég steig svo á vigtina í morgun og var 79,6! Það er hugurinn fyrst og fremst sem gildir og líða vel á líkama og sál. Hormónajafnvægið er stærsti parturinn í því að við léttumst :) Lesið ykkur bara til um það! Ég er allavega rosalega hrifin af samsetningunni í mataræðinu...