Hæ aftur!
Úps.... !!
Ég er alltof léleg orðið að blogga um árangurinn minn :( afsakið!!
Hef bara átt mjög erfitt með mataræðið og var farin að líða illa því ekkert var að gerast í sumar!
En sem betur fer á ég frábært fólk í kringum mig sem peppar mig upp og er ég komin aftur á réttu brautina!
Ég byrjaði á Carb Nite á fimmtudaginn þarsíðasta og var þá 85 kg, JEBB ég þyngdist um heil 10 kg í sumar ÁN þess að gera vitlaus, Eina breytingin var -5% í fituprósentu (sem er gott) og -2cm í mitti. Styrktarþjálfarinn minn var jafnhissa og ég... En hey við gefumst ekki upp! Til þess að ná árangri sem á að vera til frambúðar þarf að koma hæðir og lægðir annað slagið. Það gerir okkur bara sterkari fyrir vikið :)
En já... ég steig svo á vigtina í morgun og var 79,6! Það er hugurinn fyrst og fremst sem gildir og líða vel á líkama og sál. Hormónajafnvægið er stærsti parturinn í því að við léttumst :) Lesið ykkur bara til um það!
Ég er allavega rosalega hrifin af samsetningunni í mataræðinu sem ég er komin á. Ég byrjaði í 9 og hálfan dag í hreinsun þar sem ég tók út sykur, hveiti (reyndar tók ég hveiti alfarið út fyrir löngu en leyfði mér af og til) og allt þetta ógeð og hélt mig undir 30 gr af kolvetnum á dag. Reyndi svo að miða mig við 1,8 gr af fitu&próteini sinnum markmiða þyngd. Svo hlóð ég í sex tíma eftir það með kolvetnum. Og mun héðan af gera það einu sinni í viku. Sem er þá á laugardögum milli kl. 16-22.
Fyrir ykkur sem eruð að standa í stað, viljið bæta mataræðið og/eða viljið losna við kviðfituna þá mæli ég með þessu! Getið sent mér póst og ég kem ykkur í samband við næringarráðgjafana mína! =)
Knús,
Aldís heilsumamma
Comments
Post a Comment