Nýtt bloggár 2016!
Ef það er ekki tími fyrir ný markmið á nýju ári þá veit ég ekki hvenær. 365 auðar blaðsíður til að fylla uppí & gera þær algjörlega að manns eigin. Ég hef aldrei verið hrifin af orðinu áramótaheit þótt það sé vissulega gert sem falleg hefð. Ég orða þetta frekar sem markmið 2016. Mín markmið fyrir 2016 eru ekkert ólík árinu 2015. Líða vel í eigin líkama og trúa því. Að draga sig niður fyrir smáatriði er ekki í boði árið 2016 Dugleg að mæta á æfingar og gera mitt besta í hvert skipti. Vera dugleg að þyngja hjá mér lóðin - allar áskoranir eru til góðs. Eyða meiri tíma með fjölskyldu minni, þeim sem mér þykir vænst um. Og að lokum að vera dugleg að skora á sjálfa mig að gera æfinguna RX (crossfit-mál) , ásamt því að bæta upphífingarnar mínar og Double Unders (tvöfalt sipp) . Ég tel að markmið eigi að vera raunveruleg og ekki setja of há markmið. Öfgar og há markmið eru af hinu slæma og enda að flestu tilvikum með falli. Munum að andleg líðan, að þykja væn...