Ég hef ekkert bloggað undanfarið einfaldlega útaf ég hef ekki haft tíma & búin að vera svolítið á afturfótunum. Svo erfitt þegar maður telur sig vera gera allt rétt en finnst síðan ekkert vera gerast! En á næstu dögum ætla ég að skoða einkaþjálfara fyrir allavega ein mánuð & keyra þessu aftur í gagn! ÉG GET ÆTLA & SKAL! Ég ætla deila með ykkur sjúklega góðu brauði sem ég sá á einka.is (var einu sinni í fjarþjálfun hjá þeim, frábært fólk!) Bananabrauð 5 eggjahvítur 2 bananar 1/2 bolli kókoshveiti 1/2 bolli möndluhveiti 2 msk af hnetusmjöri (má sleppa) 3 msk af kókosolíu (fljótandi) 1 tsk matarsódi 1 tsk vanilludropar Att sett í blender og í kökuform á 185°í 20-30 mín. Kaka skorinn í 10 jafnar sneiðar. Hver sneið er 132 kcal þar af 12 gr kolvetni, 8 gr fita og 5 gr prótein. Tekið héðan: http://einka.is/index.php/uppskriftir/44-uppskriftir/148-bananabraue & inná síðunni þeirra er fullt af flottum uppskriftum! Plús þá mæli ég með að skoða hvað þa...