High Intensity Interval Training
Ég hef ekkert bloggað undanfarið einfaldlega útaf ég hef ekki haft tíma & búin að vera svolítið á afturfótunum. Svo erfitt þegar maður telur sig vera gera allt rétt en finnst síðan ekkert vera gerast! En á næstu dögum ætla ég að skoða einkaþjálfara fyrir allavega ein mánuð & keyra þessu aftur í gagn! ÉG GET ÆTLA & SKAL!
Ég ætla deila með ykkur sjúklega góðu brauði sem ég sá á einka.is (var einu sinni í fjarþjálfun hjá þeim, frábært fólk!)
Bananabrauð
Tekið héðan: http://einka.is/index.php/uppskriftir/44-uppskriftir/148-bananabraue & inná síðunni þeirra er fullt af flottum uppskriftum! Plús þá mæli ég með að skoða hvað þau hafa upp á að bjóða :)
Það sem er að frétta af mér að ég fór á skannann til Hófíar um daginn & var ekki sátt við tölurnar en HEY læt samt engar tölur ákveða hvernig mér líður heldur endurskoðaði mataræðið aftur & er komin í alveg clean núna næsta mánuðinn. Fer síðan aftur á skannann í vikunni til hennar til að sjá mun :)
HIIT ÆFINGAR:
Ég er búin að lesa mig svolítið til um hvað sé best að gera til að losna við kviðfitu, það er EINA sem er að angra mig, allt annað er bara alltígúddí!
Besta mögulega aðferðin er að gera HIIT æfingar (High Intensity Interval Training).
Það virkar þannig að þú hraðar upp púlsinum á skömmum tíma og tekur síðan hvíld inn á milli. Tildæmis spretta í 30 sek, hvíld í 10 sek & endurtekið MAX 6 sinnum.
Ástæða þess að þetta er betra en langhlaup/spinning (sem gerir ekkert fyrir kviðfitu, léttist þar jú en heldur í kviðfitu) er að í því ertu að hækka stresshormónið kortisól. Kortisól hefur áhrif á sykur-prótein- & fitubúskap líkamans. Það gerir það að verkum að það heldur í fitu en minnkar vöðvamassann! Akkúrat öfugt við það sem við viljum!
Auk þess þá eykur HIIT grunnbrennslulíkamans (ert að brenna áfram næsta sólarhringin eftir æfingu), dregur úr matarlyst, tekur stuttan tíma, minnkar blóðþrýsting og er hvetjandi&skemmtileg!
Svo núna bara ALLIR ÚT að gera HIIT! Getur farið á séstaka æfingu til að gera það, heima eða bara hvar sem er! =) Finnur helling af æfingum á YOUTUBE tildæmis! Ég mana þig til að prófa!
Ég er að nota þessa aðferð í Metabolic með góóðum árangri!
Ætla setja hér inn gamalt blogg frá átrúnaðargoðinum mínu, hún er hreinilega algjör snillingur ! :
https://ragganagli.wordpress.com/2012/07/18/sprettirnir-spaendir/
https://ragganagli.wordpress.com/2012/07/18/sprettirnir-spaendir/
Comments
Post a Comment