Posts

Showing posts from November, 2014

Lífið er frábært, njóttu þess

Image
Hæ! Ég er ekki búin að falla! Oh ég er svo ánægð.  Ég hélt alltaf að til að léttast og tónast væri bara piece of cake, ég var búin að fylgjast með öðrum og það virðist mjög fáir sýna veikleika og að þetta sé gríðarlega mikið mál! Þetta er risa stór ákvörðun með fullt af kröppum beyjum! Oft lendir maður á vegg og ófáum sinnum meðan maður fer heilsulífstílsvegin stoppar maður við tvær brautir. Þá krefst gríðarlegan vilja og einbeitingu að velja hvor brautin sé réttari! Ég hef fylgst með nokkrum lífstílsbloggum og það virðist hjá sumum að þetta sé bara ekkert mál og fljótlega er sixpackinn kominn! Hell no... svoleiðis gengur hjá fæstum! Jújú sumir eru heppnari en aðrir og brenna mikið hraðar. En fyrir flesta tekur þetta meira en ár... Ég er búin að vera 1 og hálft ár í breyttum lífstíl og ég er ennþá að koma mér í draumalíkamann! Það var nú bara fyrir 2 vikum síðan sem ég ætlaði bara að segja þessu upp, var farin að líða illa og trúði að kannski ætti ég bara að vera svo...

Jákvæð orka - hugafarið skiptir máli ;*

Image
Back on track í milljónasta skiptið! Það er mannlegt að falla stundum en til þess að koma sér í gang aftur þarf rosalega mikinn viljastyrk! "Í heilsusamlegum lífstíll þá þarf maður að fara tvö skref fram og eitt afturábak" - þetta sagði Hrafn lífstílsleiðbeinandinn minn og við þessa setningu hætti ég að draga mig niður á því hvað kom fyrir og stóð upp aftur! Ég ætla sigra í þetta skiptið!  Eins og þið flest vitið prófaði ég nýtt mataræði, það gékk rosalega vel fyrst og missti ég nokkur kg EN ég sá ekki fyrren of seint að fituprósentan mín hækkaði! Svo kom kg bara aftur til baka í hvert skipti sem ég "hlóð" (Kolvetnishleðsla einu sinni í viku). Ég þó prófaði og kem þá bara sterkari til baka! Ég er mikil keppnismanneskja svo ég ákvað að vera með í áskorun hjá fyrirtækinu mínu. Hún er þannig að núna frá 10.nóvember 2014 til 11.febrúar 2015 þar sem sá sem missir mestu fituprósentuna vinnur! Aðalvinningurinn er borgarferð fyrir 2. Uh er það ekk...