Lífið er frábært, njóttu þess



Hæ! Ég er ekki búin að falla! Oh ég er svo ánægð. 

Ég hélt alltaf að til að léttast og tónast væri bara piece of cake, ég var búin að fylgjast með öðrum og það virðist mjög fáir sýna veikleika og að þetta sé gríðarlega mikið mál! Þetta er risa stór ákvörðun með fullt af kröppum beyjum! Oft lendir maður á vegg og ófáum sinnum meðan maður fer heilsulífstílsvegin stoppar maður við tvær brautir. Þá krefst gríðarlegan vilja og einbeitingu að velja hvor brautin sé réttari!
Ég hef fylgst með nokkrum lífstílsbloggum og það virðist hjá sumum að þetta sé bara ekkert mál og fljótlega er sixpackinn kominn! Hell no... svoleiðis gengur hjá fæstum! Jújú sumir eru heppnari en aðrir og brenna mikið hraðar. En fyrir flesta tekur þetta meira en ár...
Ég er búin að vera 1 og hálft ár í breyttum lífstíl og ég er ennþá að koma mér í draumalíkamann!

Það var nú bara fyrir 2 vikum síðan sem ég ætlaði bara að segja þessu upp, var farin að líða illa og trúði að kannski ætti ég bara að vera svona, mér væri kannski ekki ætlað að vera með stinnan rass, flott læri og sixpack! En á þessu augnabliki ákvað ég að senda línu á lífstílsleiðbeinanda minn/vin minn og hann fattaði strax hvað var að, hringdi í mig og peppaði mig upp! Frá þeim tíma er ég búin að missa 2 kg og 1 fituprósentu (síðast mæld 25.11). Og þegar fituprósentan er að lækka þá er ég að gera eitthvað rétt! Takk Hrafn !! 

Ég er rosalega ánægð með lífið aftur og sé daglegan mun á mér! Maginn minn er að vera sléttur aftur og núna veit ég get fengið draumalíkamann! Ég ætla vera flott fyrirmynd fyrir son minn, að hann viti að heilsusamlegur lífstíll er það sem gerir mömmu hans ánægða!

Takk fyrir að lesa <3
ps. myndi þykja vænt um að fá like á linkinn sem ég setti á facebook svo ég viti hverjir skoða bloggið mitt <3


Comments

Popular posts from this blog

Stutt blogg - árangur :)

3.júní

8/50 - 50 days healthy challenge