Posts

Showing posts from December, 2014

Desemberpepp #2

Image
Mánuðurinn er alveg að verða hálfnaður! Síðustu metrarnir erfiðastir fyrir flest okkar enda fullt af jólaboðum og kræsingar útum allt! Núna er það eina sem virkar er full sjálfstjórn!  Segir allt sem segja þarf...  Ég er að frétta af alltof mörgum sem taka sér "jólafrí" frá ræktinni/æfingunni, bíddu HA? Afhverju? Er þetta ekki akkúrat tíminn til að halda áfram? Svörin eru oftast: ég hef ekki tíma...  Ég hristi bara hausinn þá.... It's not about HAVING time, it's about MAKING time! Verið fyrirmynd fyrir ykkur og aðra í kringum ykkur. Setjum heilsuna í fyrsta skiptið, allan ársins hring! Þetta eru bara nokkrir dagar í Desember (aðfangadagur,jóladagur,gamlárskvöld) ekki allur Desember =) Ykkar val! Ég veit það er fólk þarna úti sem er alveg sama um þetta og segir að Desember er til þess að njóta. Þá spyr ég hvað það er að njóta? Er njóta ekki að fara á æfingu, borða hollan morgunmat og fá 8 tíma svefn? Er ekki að njóta að fara í göngutúr ...

Desemberpepp #1

Image
Þar sem erfiðasti mánuðurinn er genginn í garð ætla ég að vera dugleg að peppa sjálfa mig og fleiri í kringum mig þennan mánuð. Það er gott fyrir sálina, hjartað og heilan að fá jákvæða orku og eitthvað sem hjálpar manni frammúr á morgnanna! Einu sinni nennti ég ekki að vakna kl. 07 á morgnanna, (viðurkenni að það gerist af og til ennþá, bara mannlegt) en núna vakna ég með syni mínum, fæ mér geðveika næringu, reima íþróttaskóna og fer á æfingu! Ég kem heim sjúklega jákvæð, skrokkurinn dauðþreyttur líkamlega eftir átökin, lófarnir innaní byrjaðir að skrappa (útaf lyftingunum og upphýfingunum). En þetta er ándjóks ein BESTA tilfinning í heimi! (utan við það að fá strákinn minn í hendurnar, það var auðvitað ÆÐI!) Það má leyfa sér, en þegar þú hefur fengið þér eina sörur/lakkrístopp/eitthvað, þekkir þú þá ekki bragðið? Jú! Afhverju þarf tíu í viðbót? Manni á að líða vel og fyrir mér er samviskubit eitthvað sem gerir mér aldrei gott! Og byrja þarafleiðandi daginn á HOLLUM morgunm...