Desemberpepp #1






Þar sem erfiðasti mánuðurinn er genginn í garð ætla ég að vera dugleg að peppa sjálfa mig og fleiri í kringum mig þennan mánuð. Það er gott fyrir sálina, hjartað og heilan að fá jákvæða orku og eitthvað sem hjálpar manni frammúr á morgnanna!

Einu sinni nennti ég ekki að vakna kl. 07 á morgnanna, (viðurkenni að það gerist af og til ennþá, bara mannlegt) en núna vakna ég með syni mínum, fæ mér geðveika næringu, reima íþróttaskóna og fer á æfingu! Ég kem heim sjúklega jákvæð, skrokkurinn dauðþreyttur líkamlega eftir átökin, lófarnir innaní byrjaðir að skrappa (útaf lyftingunum og upphýfingunum). En þetta er ándjóks ein BESTA tilfinning í heimi! (utan við það að fá strákinn minn í hendurnar, það var auðvitað ÆÐI!)

Það má leyfa sér, en þegar þú hefur fengið þér eina sörur/lakkrístopp/eitthvað, þekkir þú þá ekki bragðið? Jú! Afhverju þarf tíu í viðbót? Manni á að líða vel og fyrir mér er samviskubit eitthvað sem gerir mér aldrei gott! Og byrja þarafleiðandi daginn á HOLLUM morgunmat og fer á æfingu!

Ég MANA ykkur! Þetta er ávirði 3 líkamsræktamánuði BARA Desember. Stærsta áskorun ársins! Ég ætla ekki byrja nýtt ár á að taka mig á. Ég er löngu byrjun!

Lífið er dýrmætt! Það er löngu sannað að heilbrigður lífstíll er lykilinn að langlífi <3

Takk fyrir að nenna lesa.
Jólapeppkveðja, Aldís

ps. svo ég viti að fólk skoðar bloggið mitt er ég þakklát fyrir like á facebook statusinn með linknum <3

Þykir vænt um ykkur öll ;*

Comments

Popular posts from this blog

Stutt blogg - árangur :)

3.júní

8/50 - 50 days healthy challenge