Desemberpepp #2



Mánuðurinn er alveg að verða hálfnaður! Síðustu metrarnir erfiðastir fyrir flest okkar enda fullt af jólaboðum og kræsingar útum allt! Núna er það eina sem virkar er full sjálfstjórn! 


Segir allt sem segja þarf... 

Ég er að frétta af alltof mörgum sem taka sér "jólafrí" frá ræktinni/æfingunni, bíddu HA? Afhverju? Er þetta ekki akkúrat tíminn til að halda áfram? Svörin eru oftast: ég hef ekki tíma... 
Ég hristi bara hausinn þá....
It's not about HAVING time, it's about MAKING time!


Verið fyrirmynd fyrir ykkur og aðra í kringum ykkur. Setjum heilsuna í fyrsta skiptið, allan ársins hring! Þetta eru bara nokkrir dagar í Desember (aðfangadagur,jóladagur,gamlárskvöld) ekki allur Desember =) Ykkar val!

Ég veit það er fólk þarna úti sem er alveg sama um þetta og segir að Desember er til þess að njóta. Þá spyr ég hvað það er að njóta? Er njóta ekki að fara á æfingu, borða hollan morgunmat og fá 8 tíma svefn? Er ekki að njóta að fara í göngutúr með börnunum, baka saman hollari tegundir af smákökum og hlægja saman? Er ekki að njóta að leggjast uppí sófa eftir erfiða æfingu, kveikja á kertum og fá smá slökun?

Hvað er að njóta fyrir ykkur?

Ég allavega nýt þess ekki að háma í mig smákökur, konfekt, fá magaverki og samvikubit!
Allt er gott í hófi, munum það! Alls ekki detta í jólaþunglyndi yfir að hafa fengið sér konfektmola eða aðeins of mikið af sósu. Það sem ég er að reyna segja er að þetta er í lagi svona einu sinni og einu sinni. En ekki alla daga, allan daginn. Ekki þegar þú ert í heilsulífstílnum <3

VELJUM <3

ps. Myndi þyggja like á linkinn á facbook svo ég sjái hverjir skoða =)






Comments

Popular posts from this blog

Stutt blogg - árangur :)

3.júní

8/50 - 50 days healthy challenge