Hvernig gengur ykkur?
Núna fer fyrsti mánuður ársins að klárast... Ég vona að ykkur gangi mjög vel :) Fyrsti mánuðurinn er oftast erfiðastur. Fráhvarfseinkenni og einfalt að detta í "þæginda" gírinn. En hey til hvers erum við að þessu? Til að líða vel í eigin líkama, vera ánægðari með sjálfa/n sig, hafa meiri orku yrir daginn og það mikilvægasta af öllu... VERA FYRIRMYND FYRIR BÖRNIN OKKAR! Eins og ég hef nefnt áður þá skiptir mig mestu máli að vera flott fyrirmynd fyrir son minn, að hann viti að heilsusamlegur lífstíll er það sem gerir mömmu hans ánægða! Ég get alveg viðurkennt að ég er búin að vera skríða þetta áfram, nokkrum sinnum böstað sjálfa mig fyrir hras en þá er eina í stöðunni að standa aftur upp og halda áfram ferðinni því jú öll skref í rétta átt eru litlir sigrar. Við erum misjöfn og á misjöfnum stað í lífstílsferlinum. Langar að segja ykkur frá einu: Ég er búin að vera mjög þreytt og lasinn undanfarna viku en mundi síðan í gærmorgun að ég ætti þett...