Posts

Showing posts from January, 2017

Hvernig gengur ykkur?

Image
Núna fer fyrsti mánuður ársins að klárast... Ég vona að ykkur gangi mjög vel :) Fyrsti mánuðurinn er oftast erfiðastur. Fráhvarfseinkenni og einfalt að detta í "þæginda" gírinn.  En hey til hvers erum við að þessu?  Til að líða vel í eigin líkama, vera ánægðari með sjálfa/n sig, hafa meiri orku yrir daginn og það mikilvægasta af öllu... VERA FYRIRMYND FYRIR BÖRNIN OKKAR! Eins og ég hef nefnt áður þá skiptir mig mestu máli að vera flott fyrirmynd fyrir son minn, að hann viti að heilsusamlegur lífstíll er það sem gerir mömmu hans ánægða! Ég get alveg viðurkennt að ég er búin að vera skríða þetta áfram, nokkrum sinnum böstað sjálfa mig fyrir hras en þá er eina í stöðunni að standa aftur upp og halda áfram ferðinni því jú öll skref í rétta átt eru litlir sigrar. Við erum misjöfn og á misjöfnum stað í lífstílsferlinum. Langar að segja ykkur frá einu: Ég er búin að vera mjög þreytt og lasinn undanfarna viku en mundi síðan í gærmorgun að ég ætti þett...

Fimmtudagspælingar og pepp

Image
Jæja þá er janúar byrjaður og vonandi allir að huga að markmiðum sínum hver sem þau eru. Munum að við eigum aðeins eitt líf svo ekki setja líf þitt með boðum og bönnum. Hugsaðu frekar, hvað vilt þú mest af öllu gera og hvernig viltu að þér líði? Taktu einn dag í einu og byrjaðu daginn á að hugsa jákvætt. Þú ákveður sjálf/ur hvað þú vilt gera. Þú ákveður sjálfur hver þú vilt vera. Því lífið heldur áfram þótt þú sért nokkrum númerum meiri eða minni en þú vilt sjá á vigtinni. Þetta er allt saman ferðalag sem þú verður að læra njóta meðan þú siglir í gegnum það. Það mun koma stormur, það mun koma tímabil sem reynir að steypa þér fram af skipinu þínu EN þá er það eina að halda ennþá fastar í sínar ákvarðanir og sigla í gegnum þessar hindranir því það mun líka koma góðir dagar. Þar sem litlu sigrarnir nást og svo loksins sá allra stærsti sem þú hefur beðið eftir. En á meðan er best að lofa sér að njóta alls ferðalagsins. Horfðu fram á við og sjáðu allt það fallega í kringum þig....