Fimmtudagspælingar og pepp
Jæja þá er janúar byrjaður og vonandi allir að huga að
markmiðum sínum hver sem þau eru. Munum að við eigum aðeins eitt líf svo ekki
setja líf þitt með boðum og bönnum. Hugsaðu frekar, hvað vilt þú mest af öllu
gera og hvernig viltu að þér líði? Taktu einn dag í einu og byrjaðu daginn á að
hugsa jákvætt.
Þú ákveður sjálf/ur hvað þú vilt gera. Þú ákveður sjálfur
hver þú vilt vera.
Því lífið heldur áfram þótt þú sért nokkrum númerum meiri
eða minni en þú vilt sjá á vigtinni. Þetta er allt saman ferðalag sem þú verður
að læra njóta meðan þú siglir í gegnum það. Það mun koma stormur, það mun koma
tímabil sem reynir að steypa þér fram af skipinu þínu EN þá er það eina að
halda ennþá fastar í sínar ákvarðanir og sigla í gegnum þessar hindranir því
það mun líka koma góðir dagar. Þar sem litlu sigrarnir nást og svo loksins sá
allra stærsti sem þú hefur beðið eftir. En á meðan er best að lofa sér að njóta
alls ferðalagsins. Horfðu fram á við og sjáðu allt það fallega í kringum þig.
Gerðu það sem gerir þig hamingjusama. Þú átt það skilið!
Ég fékk æðislega bók frá mömmu og pabba í jólagjöf. Þar get
ég fundið hina ýmsu spennandi staðir til að kíkja á! Ég hef ákveðið að setja merkmiða
á þá staði sem ég bara VERÐ að sjá í þessu lífi. Þetta er svo ævintýralega
margir staðir að það er eins gott að fara setja niður markmið strax og skoða
hvar skal byrja. Appelsínugulir eru þeir staðir sem ég ætla mér að heimsækja en grænu eru MUST SEE.
Eftir að ég fór til Brighton núna í nóvember get ég ekki
hætt að dreyma um nýja áfangastaði þar sem ég get drukkið í mig menninguna og
notið augnabliksins.
Ég vil frekar vera dugleg að ferðast en eiga mikið af dóti. Þá bæði með syni mínum, fjölskyldu, vinum og líka prófa fara ein.
Ég vil frekar vera dugleg að ferðast en eiga mikið af dóti. Þá bæði með syni mínum, fjölskyldu, vinum og líka prófa fara ein.
“Please be a traveler, not a tourist. Try new things, meet new people, and look beyond what’s right in front of you. Those are the keys to understanding this amazing world we live in.”
Að lokum... hættum að reyna setja okkur í ákveðinn kassa,
verum bara við sjálf!
- Aldís Óskars
Comments
Post a Comment