Útskrift
Úskrift! Ég er loksins komin með stúdentspróf! 23 ára móðir, útskriftarpía! Jeij, frábært! Með meðaleikunnina 8,13 sem er fyrsta einkunn svo ég er rosalega ánægð! Þetta er hægt í fjarnámi elskurnar ;* Ég útskrifaðist úr Keilir 16.janúar 2015, æðislegur dagur í alla staði og á eftir að sakna skólasystkina minna. Skólinn, kennararnir og nemendurnir allir til fyrirmyndar og allir tilbúnir að aðstoða, þetta er hægt á einu ári! Klára stúdentinn á EINU ÁRI! Fallegu skólasystkinin mín. Af atvinnuflugmannsbrautinni er Hörður frændi líka að útskrifast :) Ég hélt útskriftarveislu + 2 ára afmælisveislu þann 17.janúar 2015 og ég er svo ánægð með alla sem mættu. Mér þykir svo óendanlega vænt um að fólk gaf sér tíma sinn til að kíkja, takk innilega fyrir allir. Og þúsund þakkir fyrir gjafirnar, ég er svo innilega ánægð með allt saman! S...