Posts

Showing posts from January, 2015

Útskrift

Image
Úskrift! Ég er loksins komin með stúdentspróf! 23 ára móðir, útskriftarpía! Jeij, frábært! Með meðaleikunnina 8,13 sem er fyrsta einkunn svo ég er rosalega ánægð! Þetta er hægt í fjarnámi elskurnar ;* Ég útskrifaðist úr Keilir 16.janúar 2015, æðislegur dagur í alla staði og á eftir að sakna skólasystkina minna. Skólinn, kennararnir og nemendurnir allir til fyrirmyndar og allir tilbúnir að aðstoða, þetta er hægt á einu ári! Klára stúdentinn á EINU ÁRI! Fallegu skólasystkinin mín.  Af atvinnuflugmannsbrautinni er Hörður frændi líka að útskrifast :) Ég hélt útskriftarveislu + 2 ára afmælisveislu þann 17.janúar 2015 og ég er svo ánægð með alla sem mættu. Mér þykir svo óendanlega vænt um að fólk gaf sér tíma sinn til að kíkja, takk innilega fyrir allir.  Og þúsund þakkir fyrir gjafirnar, ég er svo innilega ánægð með allt saman!                                    S...

Sonur minn tveggja ára !

Image
Fyrir tveimur árum síðan vaknaði ég í rólegheitum, ekki búin að klára komu stráksins míns og hélt að hann myndi nú alls ekki koma á settum degi, það væri bara ólíklegt. En svo var ekki því vatnið var farið! Í algjöru panikki hringdi ég í mömmu mína og vissi ekkert hvað ég átti að gera. Ég er nefnilega svo heppin með mömmu mína að ég get alltaf treyst á hana! Hún kom strax heim og fórum við til ljósmóðurinnar í Borgarnesi að athuga hvort það væri ekki allt alveg örugglega í lagi. Vatnið var nefnilega smá rauðlitað svo ég gat enganvegin verið róleg, en allt var í stakasta lagi, ég fékk að heyra fallegasta hjartsláttinn og var að vakna til lífsins að strákurinn minn væri í alvörunni á leiðinni! Þessi stóri dagur, 17.janúar 2013, varð einn besti dagur lífs míns! Ég fékk þarna tækifæri á að vera foreldri heilbrigðs stráks, við það augnablik lofaði ég sjálfri mér að núna myndi ég breyta lífinu mínu, henda öllu sem lætur mér líða illa í burtu og opna augun fyrir bjartari framtíð ...

Markmið 2015

Image
Markmið 2015, eða eins og margir kalla áramótaheit. Ég sjálf trúi ekki á áramótaheit, en finnst gott að setja niður markmið inní nýtt ár. Alltof margir virðast nota hætta borða nammi og fara í megrun. Why? Það sem ég lærði af einni flottustu fyrirmynd minni, Röggu Nagla, er að orð eins og hætta einhverju virkar aldrei... þú endar á að gefast upp. Ég er búin að reyna þetta, trust me. Þú seilast ennþá meira í það sem þú "mátt ekki" fá þér. Ég nota frekar ,,langar ekki í" eða ,,má fá sér smá á laugardögum" - EF ég hef verið dugleg alla vikuna. Nota það sem svona "verðlaun" án þess samt að fara út í öfgar. Allavega mín markmið inní nýja árið snúast ekki um mataræði lengur. Mín eru: Líða vel í eigin líkama og trúa því. Að draga sig niður fyrir smáatriði er ekki í boði 2015 Dugleg að halda áfram að æfa og vera dugleg að þyngja hjá mér lóðin. Áskoranir eru til góðs. Eyða meiri tíma með fjölskyldunni minni, þeim sem mér þykir vænst um. L...