Sonur minn tveggja ára !
Fyrir tveimur árum síðan vaknaði ég í rólegheitum, ekki búin að klára komu stráksins míns og hélt að hann myndi nú alls ekki koma á settum degi, það væri bara ólíklegt. En svo var ekki því vatnið var farið! Í algjöru panikki hringdi ég í mömmu mína og vissi ekkert hvað ég átti að gera. Ég er nefnilega svo heppin með mömmu mína að ég get alltaf treyst á hana! Hún kom strax heim og fórum við til ljósmóðurinnar í Borgarnesi að athuga hvort það væri ekki allt alveg örugglega í lagi. Vatnið var nefnilega smá rauðlitað svo ég gat enganvegin verið róleg, en allt var í stakasta lagi, ég fékk að heyra fallegasta hjartsláttinn og var að vakna til lífsins að strákurinn minn væri í alvörunni á leiðinni!
Þessi stóri dagur, 17.janúar 2013, varð einn besti dagur lífs míns! Ég fékk þarna tækifæri á að vera foreldri heilbrigðs stráks, við það augnablik lofaði ég sjálfri mér að núna myndi ég breyta lífinu mínu, henda öllu sem lætur mér líða illa í burtu og opna augun fyrir bjartari framtíð fyrir son minn. Annað þýddi ekki og gékk sú raun eftir. Í dag er ég stúdent og á leiðinni í Háskólanám. Ég breytti lífstílnum mínum úr því að djamma um helgar í það að vera heima með strákinn minn og fara á æfingu um morguninn. Ég sakna einskis og er jákvæð á framtíðina !
Útskriftarpía! - kem með blogg um það síðar :)
Þennan dag 17.janúar 2013, fékk ég tækifæri á því hvað ást væri í raun og veru. Engin ást er eins sterk og ást foreldri til barnsins síns. Þarna uppgötvaði ég það. Ást er ekki bara orð á blaði, hún er raunveruleg og rosalega sterk!
tveggja ára eins árs
Til hamingju með daginn þinn elsku fallegi sonur minn, takk fyrir að gera mig að hamingjusömustu mömmu í heimi. Ég verð þér ævilangt þakklát og mun alla tíð berjast fyrir að þér líði sem best. Hamingja þín og gleði eru mér mikilvægust. Takk fyrir þessi fallegu 2 ár.
Aron Leví er rosalega dugleg alltaf, aldrei neitt vandamál með hann, hvað sem við gerum og hvert sem við förum. Hann er fljótur að læra og kemur manni ótrúlega á óvart. Hann elskar kisur og bíla. Hann bræðir alla sem hann hittir með brosi og hlýju. Hann ferðast um allt með kisuna sína enda eru þeir bestu vinir. Þetta barn er bara yndislegt og frábært í alla staði, enda sonur minn <3
Comments
Post a Comment