Markmið 2015




Markmið 2015, eða eins og margir kalla áramótaheit.
Ég sjálf trúi ekki á áramótaheit, en finnst gott að setja niður markmið inní nýtt ár.

Alltof margir virðast nota hætta borða nammi og fara í megrun. Why?
Það sem ég lærði af einni flottustu fyrirmynd minni, Röggu Nagla, er að orð eins og hætta einhverju virkar aldrei... þú endar á að gefast upp. Ég er búin að reyna þetta, trust me. Þú seilast ennþá meira í það sem þú "mátt ekki" fá þér. Ég nota frekar ,,langar ekki í" eða ,,má fá sér smá á laugardögum" - EF ég hef verið dugleg alla vikuna. Nota það sem svona "verðlaun" án þess samt að fara út í öfgar.

Allavega mín markmið inní nýja árið snúast ekki um mataræði lengur.
Mín eru:


  • Líða vel í eigin líkama og trúa því. Að draga sig niður fyrir smáatriði er ekki í boði 2015
  • Dugleg að halda áfram að æfa og vera dugleg að þyngja hjá mér lóðin. Áskoranir eru til góðs.
  • Eyða meiri tíma með fjölskyldunni minni, þeim sem mér þykir vænst um.



Lífið er of stutt fyrir vanlíðan, depurð og drama séstaklega. Verum dugleg að vera kringum fólks sem fær okkur til að brosa og okkur líður vel í kringum. Þeir sem gera okkur ekki góðs eiga ekki að fá að vera hluti af okkar lífi, það er bara þannig. Njótum þess að vera til. Lífið er svo stútfullt af allskonar ævintýrum, verum dugleg að grípa þau og njóta þeirra. 
Ég ætla njóta nýja ársins til fulls, bæta mig ávallt á hverjum degi sem góðri mömmu sem er alltaf til staðar fyrir son sinn. Þessi augnablik fáum við ekki til baka.








Eins og flestir vita eru 2 vikur í útskrift hjá mér, finnst alveg ótrúlegt að loksins er þessi stóri áfangi að fara renna upp. Í dag, akkúrat fyrir ári síðan var ég að hefja fjarnám hjá Keilir. Ég hafði ekki hugmynd hvað ég var að koma mér í, stökk bara beint í djúpu laugina og ætlaði mér að ná þessu! Sem ég gerði, því í dag er ég útskriftarefni! Ég sé ekki eftir einni mínútu sem ég eyddi í þennan skóla, frábær í alla staði og þetta er hægt ef viljinn er fyrir hendi. Einstæð móðir getur þetta alveg! Það er ekkert sem stoppar neinn ef skipulag er til staðar. Ég á svo góða að sem voru alltaf tilbúnir til að aðstoða mig, verð þeim alla tíð þakklát! Takk allir <3 Ég náði þessu með góðar einkunnir í FJARNÁMI! Ég er bara ekki að trúa þessu! Ótrúlegt =D


Takk fyrir að lesa bloggið mitt, mér þykir rosalega vænt um það. Peppar mig rosalega upp að halda áfram því góða sem ég er að gera <3 Ég er alltaf til staðar ef ykkur vantar einhvern til að tala við.
Og munið, komið fram við aðra eins og þið viljið að aðrir koma fram við ykkur. Hroki, leiðindi og baktal er aldrei góðs viti, lífið er of stutt til þess. Verum dugleg að hrósa náunganum og styðja þau. Við vitum aldrei hvaða baráttu þau hafa gengið í gegnum. Gleymum því aldrei!



Knús og gleðilegt nýtt ár,
Aldís Óskarsdóttir

ps. mér þætti vænt um að fá like/comment á statusinn sem ég deildi á Facebook, svona til að sjá hverjir lesa hjá mér. Eruð öll yndisleg <3


Comments

Popular posts from this blog

Stutt blogg - árangur :)

3.júní

8/50 - 50 days healthy challenge