Útskrift




Úskrift!




Ég er loksins komin með stúdentspróf! 23 ára móðir, útskriftarpía! Jeij, frábært! Með meðaleikunnina 8,13 sem er fyrsta einkunn svo ég er rosalega ánægð! Þetta er hægt í fjarnámi elskurnar ;*

Ég útskrifaðist úr Keilir 16.janúar 2015, æðislegur dagur í alla staði og á eftir að sakna skólasystkina minna. Skólinn, kennararnir og nemendurnir allir til fyrirmyndar og allir tilbúnir að aðstoða, þetta er hægt á einu ári! Klára stúdentinn á EINU ÁRI!

Fallegu skólasystkinin mín.
 Af atvinnuflugmannsbrautinni er Hörður frændi líka að útskrifast :)



Ég hélt útskriftarveislu + 2 ára afmælisveislu þann 17.janúar 2015 og ég er svo ánægð með alla sem mættu. Mér þykir svo óendanlega vænt um að fólk gaf sér tíma sinn til að kíkja, takk innilega fyrir allir.  Og þúsund þakkir fyrir gjafirnar, ég er svo innilega ánægð með allt saman!

                                   Svo óendanlega ánægð með gjafirnar!                          Þessi elska mun koma sér vel!



Að öðru,
þá gengur ágætlega á heilsubrautinni, er að komast aftur í gírinn. Aron farin að vera lengur á leiksskólanum svo kemst 5x á æfingu í viku sem er æðislegt! Eins og Guðrún Hildur þjálfari segir alltaf: ,,Við erum heppin að geta hreyft okkur". Verum stolt af því og ánægð með lífið. Fyrir tveimur árum síðan gat ég lítið hreyft mig, enda alltof þung og rosalega óánægð. 
En allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi. Ég er búin að sjá fullt af flottu fólki ná árangri, ekkert er ómögulegt þegar hugurinn er til staðar.  


2015 I'm going to kick your ASS! #fitforlife #healthy2015

Heilsukveðja, Aldís Óskarsdóttir.

ps. ég elska þessa 3 svolítið mikið <3 #systkinasvipur #systkinaást








Comments

  1. Til hamingju Aldís. Framtíðin er svo sannarlega þeirra sem láta drauma sína rætast :) Láttu okkur endilega vita hvernig þér farnast. Keilir.

    ReplyDelete

Post a Comment

Popular posts from this blog

Stutt blogg - árangur :)

3.júní

8/50 - 50 days healthy challenge