Jákvætt hugafar = lykill af góðu lífsgæðum
Lífið er of frábært til að eyða því í depurð og slæmu mataræði! I know the feeling! Þú ert þá orkuminni, erfiðara að vakna og jafnvel nennir ekki deginum. Hvert skref verður þyngra og þig langar helst að leggja þig. Það hljómar eins og röng leið að framtíðinni!
GOOD FOOD IS GOOD MOOD
Lífið er til þess að fagna hverjum einasta degi sem við fáum tækifæri á. Við vitum aldrei enda þess. Tökum fagnandi þegar við vöknum, finnum andardrátt og hjartað okkar slær. Fáum okkur hollan mat og hreyfum okkur reglulega!
Þannig kýs ég að lifa lífinu, sem þýðir að það eru góðar líkur á að ég verði enn fullfrísk eldri kona!
Ég sé fyrirmyndir í Metabolic, konur á besta aldri, hreyfa sig, lyfta og hlaupa! Ég er svo innilega stolt að hafa kynnst þeim og fá tækifæri á því hvað það er gaman að fara á æfingu á HVERJUM degi! Þetta kalla ég flottar fyrirmyndir, ekki þær sem eru á forsíðu tískublaðs, photostoppaðar í tætlur og líta út fyrir að hafa ekki fengið mat í nokkra daga. Heilbrigði er ekki samasem merki á milli þess að vera grannur. Þú getur alveg verið með ástarhaldföng og mjúk læri og vera með mikið betra þol. Staðalýmindirnar í dag eru orðnar alltof óraunverulegar. Öll erum við misjöfn, sumir eru of léttir og vilja þyngja sig meðan aðrir eru of þungir og vilja létta sig.
Ég er að reyna létta mig og hef verið að gera það síðan apríl 2013, enginn sagði mér að þetta gæti orðið erfitt eftir ár, bara að fyrstu mánuðirnir væru erfiðastir! Mér fannst þetta erfiðast ári síðar þegar árangur var kominn í ljós og pressa var á mér að ná lengra. Þar missti ég algjörlega tökin á sjálfri mér og er núna í dag að laga til eftir það og mun það taka nokkra mánuði. Ég les hvergi sögur þegar fólk er buið að ná gríðalegum árangri en fellur, hvað verður um það fólk? Hættir það bara?
Ég allavega ætla mér aldrei að gefast upp, hef bara einn líkama og eitt líf. Ég vil sjá hvað líkaminn minn getur gert! Frá Ágúst 2014 fór ég að pressa meira á mig og er buin að tvöfalda næstum þyngdir sem ég tek í lóðum! Sem þýðir að ég uppgötvaði að líkaminn minn getur tekið tvöfalt þyngri lóð en mig grunaði! Þetta er ekki hægt með því að sitja í sófanum og vera sár yfir að hafa fallið á tímapunkti. ÓTrúlegt hvað það þarf mikinn aga og vilja til að halda áfram! Ég fékk allt aðra sín á fólkið sem er búið að berjast við aukakílóin, þetta eru allt hetjur! Frábærar hetjur og er innilega stolt af þeim!
Þetta er oftast ekki hægt ein á báti, pepp frá fólkinu manns er gríðalega hvetjandi og nauðsynlegt fyrir mann. Ég er svo innilega heppin að ég á mann sem er sjálfur á fullu í hreyfingu. Frá því að ég kynntist honum hef ég bætt mig rosalega á æfingu.Hann pressar á mig að fara útúr þægindarammanum! Takk fyrir það <3
Takk kærlega öll fyrir að lesa bloggið mitt, þið eruð öll frábær hvatning fyrir mig ;*
kv. heilsumamman
ps. þá þykir mér vænt um að fá like/comment á statusinn á facebook,
þá sé ég fallega fólkið mitt sem gefur sér tíma til að lesa bloggið mitt <3
þá sé ég fallega fólkið mitt sem gefur sér tíma til að lesa bloggið mitt <3
Comments
Post a Comment