Posts

Showing posts from December, 2016

Gleðilegt nýtt ár, 2017

Image
Gleðilegt nýtt ár elsku vinir, fjölskylda og fylgjendur ! Fagnið nýja árinu með þeim sem ykkur þykir vænst um. Skrifið niður markmið fyrir næsta ár en passið að það sé raunhæft. Ég tel að markmið eigi að vera raunveruleg og ekki setja of há markmið. Öfgar og há markmið eru af hinu slæma og enda að flestu tilvikum með falli. Ég ætla vera dugleg að sinna foreldrahlutverkinu, hitta fjölskyldu mína, hreyfa mig daglega og næra mig af mat sem fer vel með mig. Eins og ég sagði eitt sinn á blogginu mínu: Lífið er of stutt fyrir vanlíðan, depurð og drama séstaklega. Verum dugleg að vera kringum fólk sem fær okkur til að brosa og okkur líður vel í kringum. Þeir sem gera okkur ekki góðs eiga ekki að fá að vera hluti af okkar lífi, það er bara þannig. Njótum þess að vera til. Lífið er svo stútfullt af allskonar ævintýrum, verum dugleg að grípa þau og njóta þeirra.  Ég ætla njóta nýja ársins til fulls, bæta mig ávallt á hverjum degi sem góðri mömmu sem er ...

Markmið fyrir 2017

Image
    Be happy, be you <3 Ég ákvað fyrr í þessum mánuði að vera dugleg að blogga, þá aðalega fyrir mig til að halda mér við efnið. Mér hefur ekki liðið vel þetta ár en tel mig sterkan karakter svo ekki annað í stöðunni en að byrja nýtt ár algjörlega upp á nýtt og finna aftur hamingjuna í lífinu. Aron Leví er byrjaður að fara aðra hverja helgi til föðurfjölskyldu sinnar og er það yndislegt. Hann kemur alltaf rosalega ánægður til baka. Ég ætla því að nota þær helgar til að hugsa um mig og rækta sambandið við sjálfa mig. Því hvernig get ég elskað aðra ef ég elska ekki einu sinni sjálfa mig? Ég keypti mér dagbók sem ég tel að muni hjálpa mér í gegnum þetta ferli og hlakka ég til að byrja skrifa í hana mínar hugleiðingar, planað fram í tímann eitthvað sem ég þarf að gera og vil gera og fleira sniðugt. Ég er búin að vera með mjög slæmt mataræði síðustu mánuði. Suma daga er ég mjög dugleg, aðra daga gleymi ég að borða og suma daga borða ég ekkert annað e...

Hálfnuð með háskólanámið!

Image
HÁLFNUÐ! Þessi tilfinning er svolítið geðveik en samt svo dásamleg! Hvert fór tíminn? Ég sver það! Þetta er ein af bestu ákvörðum lífs míns (fyrir utan auðvitað að búa til Aron minn). Þetta nám gefur mér svo rosalega mikið og mun nýtast mér svo vel ! Þótt ég sé "bara" hálfnuð þá hef ég lokið réttindum til landvarðar, lært hvernig skal búa til stíga svo þeir falli sem best að landslagi, hvernig fjöll myndast, lært að þekkja bergmynstur, klárað réttindi í bókhaldi fyrir smærri fyrirtæki, lært hvernig best sé markaðsetja fyrirtæki, lært hvernig eigi að skiluleggja viðburði og hátíðir, skilið hversu mikilvæg umhverfismál eru fyrir jörðina, áttað mig betur á fólksfækkunar vandamálinu á landsbyggðinni, lært hvernig bera eigi vín fram, farið í mína fyrstu hellaskoðun og síðast en ekki síst lært hversu fallegar byggingarnar hjá Blue Lagoon eru. Þvílík fagmennska þar á ferð og fellur vel að landslagi. Allt þetta hefur hægt og rólega mótað persónuna sem ég ...