Gleðilegt nýtt ár, 2017
Gleðilegt nýtt ár elsku vinir, fjölskylda og fylgjendur !
Fagnið nýja árinu með þeim sem ykkur þykir vænst um.
Skrifið niður markmið fyrir næsta ár en passið að það sé raunhæft.
Ég tel að markmið eigi að vera raunveruleg og ekki setja of há markmið.
Öfgar og há markmið eru af hinu slæma og enda að flestu tilvikum með falli.
Ég ætla vera dugleg að sinna foreldrahlutverkinu, hitta fjölskyldu mína,
hreyfa mig daglega og næra mig af mat sem fer vel með mig.
Eins og ég sagði eitt sinn á blogginu mínu:
Lífið er of stutt fyrir vanlíðan, depurð og drama séstaklega. Verum dugleg
að vera kringum fólk sem fær okkur til að brosa og okkur líður vel í kringum.
Þeir sem gera okkur ekki góðs eiga ekki að fá að vera hluti af okkar lífi, það
er bara þannig. Njótum þess að vera til. Lífið er svo stútfullt af allskonar
ævintýrum, verum dugleg að grípa þau og njóta þeirra.
Ég ætla njóta nýja ársins til fulls, bæta mig ávallt á hverjum degi sem
góðri mömmu sem er alltaf til staðar fyrir son sinn. Þessi augnablik fáum við
ekki til baka.
Eftir að hafa skrifað
niður þessi orð ákvað ég að bæta við nokkrum raunhæfum markmiðum fyrir næsta
ár:
- · Vera besta útgáfan af sjálfri mér og góð fyrirmynd fyrir aðra
- · Gefa syni mínum meiri tíma með mér og minnka samfélagsmiðla á meðan.
- · Vera ánægð með sjálfa mig og hætta horfa á hvað vigtin segir mér.
- · Brosa, líða vel og lifa lífinu !
Allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi. Ég er heppin að hafa
þann möguleika að hreyfa mig og stolt af því! Fyrir tæpum 4 árum gat ég lítið
hreyft mig enda alltof þung og leið mjög illa með líkama minn. Ég lofaði
sjálfri mér að enda aldrei aftur þannig en einhvernveginn missti ég tökin en
sem betur fer fór þolið, getan og styrkurinn ekkert! Ég er ennþá jafn sterk og
mun því rífa þessu kíló af mér. Enda hef ég fulla trú á sjálfri mér, því ef ég
er það er þá get ég ekki ætlast til að trúa þegar aðrir segja það við mig. Við
sjálf erum leikarar í okkar lífstílsleikriti <3
Elskum okkur sjálf, virðum okkur og komum vel fram við
okkur. Þú ert mikilvægur einstaklingur, þú ert frábær.
Takk fyrir mig,
Aldís Óskarsdóttir
Comments
Post a Comment