Markmið fyrir 2017


   Be happy, be you <3

Ég ákvað fyrr í þessum mánuði að vera dugleg að blogga, þá aðalega fyrir mig til að halda mér við efnið. Mér hefur ekki liðið vel þetta ár en tel mig sterkan karakter svo ekki annað í stöðunni en að byrja nýtt ár algjörlega upp á nýtt og finna aftur hamingjuna í lífinu. Aron Leví er byrjaður að fara aðra hverja helgi til föðurfjölskyldu sinnar og er það yndislegt. Hann kemur alltaf rosalega ánægður til baka. Ég ætla því að nota þær helgar til að hugsa um mig og rækta sambandið við sjálfa mig. Því hvernig get ég elskað aðra ef ég elska ekki einu sinni sjálfa mig?


Ég keypti mér dagbók sem ég tel að muni hjálpa mér í gegnum þetta ferli og hlakka ég til að byrja skrifa í hana mínar hugleiðingar, planað fram í tímann eitthvað sem ég þarf að gera og vil gera og fleira sniðugt.


Ég er búin að vera með mjög slæmt mataræði síðustu mánuði. Suma daga er ég mjög dugleg, aðra daga gleymi ég að borða og suma daga borða ég ekkert annað en súkkulaði. Ég deyfi þannig tilfinningarnar en það gerir bara illt verra. Ég hef því ákveðið að árið 2017 minnki ég sykrið, tek hveiti aftur 100% út úr lífinu mínu og skoða innihaldslýsingar á vörum áður en þær eru keyptar.



Eins og ég sagði fyrir tveimur árum hér á blogginu þá:
Leyfum okkur að líða vel í okkar eigin líkama, við fáum bara EINN svo förum vel með hann !
Hugsum áður en við setjum eitthvað ofaní okkur, gott er að hugsa: Myndi ég gefa barninu mínu þetta? Líklegast ekki... svo afhverju ert ÞÚ að gera það? Þú ert líka mikilvæg í lífinu, séstaklega í lífi barnsins þíns!
Ekki reykja, minnkaðu drykkjuna & vertu dugleg/ur að borða hollt! Lífið er of mikilvægt!
Það þarf ekki að nota mat til að gleðja sig eða því þetta var svo slæmur/góður dagur. Hægt að nota eitthvað miiikið sniðugara en það! Alltof margir eru bara já í dag mánudag var ég að klára prófin, ætla fá mér hamborgara i tilefni þessi. Daginn eftir: já í dag var ég svo dugleg í vinnunni að ég ætla leyfa mér nammipoka... okei bííííddduuuuu stoppum aðeins þarna!
Það er ALLT í lagi að leyfa sér annað slagið, nýr heilsulífstíll er ekki fastur með boðum&bönnum.  [eins og Ragga nagli segir, endilega lesið bloggið hennar!] Við verðum bara að læra meta hvenær það er við hæfi. Td þú ert búin að vera EXTRA dugleg ALLA vikuna og það er matarboð á laugardaginn.. hmm hvernig væri þá að leyfa sér á einn disk? Það er bara frábær hugmynd. En mundu þetta er EINN dagur og EIN máltíð. Ekki fara svo að detta í eitthvað sukk allan daginn og líka daginn og setja hugsunina ofaní þig: æ þetta er í lagi þessa helgi ég sleppi bara að fá mér næsta mánuðinn! mhm... þarna ertu strax farin að banna þér eitthvað. Og hvað gerist þegar eitthvað er "bannað" ? Þá fer maður frekar að sækjast í hlutina!

Ég allavega leyfi mér annað slagið, það er flott fyrir brennsluna að gefa henni smá "eiturorku" ;) en bara halda áfram réttu hugarfari. Þetta er lífstíll ekki hálfsárskúr! Og aðeins ÞÚ getur breytt þínu hugarfari. Ekki Jón eða Gunna útí bæ þótt þau séu endalaust að ýta og peppa á þig. Þú sjálf ert leikarinn í þínu lífstílsleikriti.

En þá að markmiðunum ! 365 auðar blaðsíður til að fylla uppí & gera þær algjörlega að manns eigin. Ég hef aldrei verið hrifin af orðinu áramótaheit þótt það sé vissulega gert sem falleg hefð. Ég orða þetta frekar sem markmið 2017.
Markmið mín fyrir árið 2017 eru nánast þau sömu og árið 2016.
  • ·         Líða vel í eigin líkama og trúa því.
  • ·         Hætta draga mig niður fyrir smáatriði
  • ·         Dugleg að mæta á æfingar og gera mitt besta í hvert skipti.
  • ·         Eyða meiri tíma með fjölskyldu minni, þeim sem mér þykir vænst um.
  • ·         Vera duglegri að meal-preppa
  • ·         Dugleg að skrifa í dagbókina mína
  • ·         Elska sjálfa mig
  • ·         Vera dugleg að blogga !


Takk fyrir mig og takk fyrir að lesa bloggið mitt.
Kveðja, jákvæða Aldís




Comments

Popular posts from this blog

Stutt blogg - árangur :)

3.júní

8/50 - 50 days healthy challenge