Hálfnuð með háskólanámið!
HÁLFNUÐ!
Þessi tilfinning er svolítið geðveik en samt svo dásamleg! Hvert fór tíminn?
Ég sver það! Þetta er ein af bestu ákvörðum lífs míns (fyrir utan auðvitað að búa til Aron minn).
Þetta nám gefur mér svo rosalega mikið og mun nýtast mér svo vel !
Þetta nám gefur mér svo rosalega mikið og mun nýtast mér svo vel !
Þótt ég sé "bara" hálfnuð þá hef ég lokið réttindum til landvarðar, lært hvernig skal búa til stíga svo þeir falli sem best að landslagi, hvernig fjöll myndast, lært að þekkja bergmynstur, klárað réttindi í bókhaldi fyrir smærri fyrirtæki, lært hvernig best sé markaðsetja fyrirtæki, lært hvernig eigi að skiluleggja viðburði og hátíðir, skilið hversu mikilvæg umhverfismál eru fyrir jörðina, áttað mig betur á fólksfækkunar vandamálinu á landsbyggðinni, lært hvernig bera eigi vín fram, farið í mína fyrstu hellaskoðun og síðast en ekki síst lært hversu fallegar byggingarnar hjá Blue Lagoon eru. Þvílík fagmennska þar á ferð og fellur vel að landslagi.
Allt þetta hefur hægt og rólega mótað persónuna sem ég er í dag. Ég hugsa í dag gríðarlega um umhverfismál, pæli í hvernig landslagið er myndað og hvernig byggingar eru hannaðar í kringum náttúruna. Það eru alltof margar byggingar plantaðar inn í náttúruna og hafa alveg gríðarlega mikla sjónmengun af. Eina sem hugsað er um sparnað og græða sem mest.
Eitt sem er hvað sterkast núna eftir síðustu önn er fólksfækkun á landsbyggðinni. Á meðan reynt er að styrkja bæjarfélög er ríkið á sama tíma að skera niður. Við hópurinn minn tókum fyrir Vestmannaeyjar og lærðum betur inn á hversu illa farið heilbrigðiskerfið er þar. Það er ekki hægt að setja Vestmannaeyjar undir sama hatt og önnur byggðarlög á Suðurlandi. Það skilur sjór þarna á milli. Vestmannaeyjar eiga að hafa sér heilbrigðisumdæmi alveg eins og það er háttað með sýslumann í Vestmannaeyjum. Þetta er hrikalega sorglegt. Enginn skurðstofa, sjúkraflugið kemur frá Akureyri og samgöngurnar óstöðugar á vetri til. Þetta er til skammar...
En að öðru máli...vika í jólin og tvær vikur eftir af árinu. Árið leið alltof hratt eins og alltaf. Ætla skrifa um árið mitt í næsta bloggi. Held þetta sé gott start til að koma blogginu aftur af stað.
Ég lofa koma aftur með meira af heilsusamlegum hugleiðingum! Bæði þarf ég þess sjálf fyrir mig og gaman að þetta sé hvatning fyrir aðra <3
Og munum... við þurfum að fara vel með jörðina okkar. Við eigum bara eina jörð. Ég vil ekki ekki anda að mér mengun og drekka mögulega úr menguðu vatni.
Takk fyrir að lesa,
Aldís
Comments
Post a Comment