Mánaðarleg yfirferð - Markmið 2017
Einhvernveginn tekst mér þetta alltaf...
Er rosalega dugleg að blogga fyrsta mánuðinn og þarf að
halda aftur að mér að setja ekki nokkur blogg á dag en svo þegar líður á þá
steingleymist þetta!
Það er nóg að gera hjá mér í náminu. Fyrstu tvö lokaprófin í næstu viku, Vöruþróun & nýsköpun og Áætlanagerð & Rekstrargreiningu.
Heilsugírinn mætti ganga betur en það eru 5 vikur í afmælið
svo er komin í 5 vikna áskorun! Ég er á sama prógrami og árið
2014 og er mjög ánægð með það <3
So far þá hef ég náð að fara eftir markmiðunum mínum fyrir 2017.
- · Líða vel í eigin líkama og trúa því: Ég þakka fyrir á hverjum degi að geta hreyft mig og hafa orku út daginn. Mér líður kannski ekkert alltaf vel í eigin líkama en hvern dag kemst ég nær markmiðinu.
- · Hætta draga mig niður fyrir smáatriði: Ég hef algjörlega náð að henda þessu útum 2016 gluggann og hleypa því ekki aftur inn. Ef ég hrasa þá minni ég mig á hversu langt ég er komin, hversu langt ég get komist og hvað lífið mitt er 100% betra á heilsubrautinni.
- · Dugleg að mæta á æfingar og gera mitt besta í hvert skipti: Já og nei.. kannski ekki alltaf dugleg að mæta á æfingar en ég er búin að vera rosa dugleg að hreyfa mig á hverjum einasta degi og gera mitt besta alla daga.
- · Eyða meiri tíma með fjölskyldu minni, þeim sem mér þykir vænst um: Já það hef ég algjörlega gert, ég og sonur minn erum litla fjölskyldan sem gerum mikið saman og sleppum samfélagsmiðlum á meðan. Einnig erum við dugleg að kíkja á allt fallega fólkið okkar því það er svo innilega dýrmætt að eiga þau að.
- · Vera duglegri að meal-preppa: Já og nei. Ég byrjaði vel fyrst en svo duttu inn veikindi *hóst*afsökun*... en ég er byrjuð aftur! Ég er í þessum töluðu orðum að meal-preppa! <3
- · Dugleg að skrifa í dagbókina mína: Já það er ég sko sannarlega dugleg að gera. Ég veit ekki hvar ég væri án hennar. Bæði skrifa ég niður allt tengt skólanum, Aroni, mér sjálfri og hugsunum mínum.
- · Elska sjálfa mig: Ég fór á 5 daga sjálfsnámskeið um daginn og náði að kafa rosalega djúp í mína andlegu heilsu og reyna styrkja sjálfsmynd mína. Það er ótrúlegt hvað það hjálpaði mér mikið og ég lærði mikið af því. Ég styðst við það daglega.
- · Vera dugleg að blogga: úps... þar hef ég klikkað! En þá bara gera betur núna!
Þessar tvær myndir hafa verið svolítið mitt pepp þennan mánuðinn! <3 Fyrri myndin er mitt MAX í réttstöðulyftu og hin er bara so TRUE!
Þangað til næst,
Aldís
Comments
Post a Comment