Heilsulífið mitt & árangur
Be the best version of yourself!
Já ég er búin að fá fuuuuullt af spurningum um minn árangur og hvað ég sé að gera, svo ég ákvað bara að skella í blogg og þá getur fólk fylgst með mér! Það er líka frábært pepp fyrir mig í leiðinni:
Markmið: vera fyrirmynd fyrir aðra, vera ástæðan fyrir að aðrir eru að ná árangri líka & komast í bikiní form!
Aðeins um mig:
Fyrir ári síðan í mars 2013 horfði ég í spegil og hugsaðu hvað ég var búin að koma mér í! Mér leið drulluilla en það var ekki fyrren viku síðar sem ég ákvað að núna verð ég að hætta vorkenna sjálfri mér fyrir hvað komið hafði fyrir mig og gera eitthvað í þessu! Ég steig á vigtina þennan dag og var orðin 118 kg ! JÁ ÉG VAR ORÐIN 118 KG ! ég var ekki að trúa þessu. Fór af vigtinni og steig aftur á hana til að vera 100% viss, jú ég var víst orðin svona þung! Ég sem var búin að létta mig um 20+ kg fyrir meðgöngu og orðin rosalega ánægð! Og ekki gat ég notað meðgönguna sem afsökun, það voru 2 mánuðir síðan ég átti gullmolann minn.
Ég henti mér beint í það að taka upp Herbalife aftur, ég vissi það hafði bjargað mér síðast. Ég gerði heimaæfingar meðan ég var alein heima því ég vildi sko ekki að neinn sæi mig vera reyna eitthvað, hafði ennþá ekki neina trú á sjálfri mér. Síðan fór ég að auka hreyfingu þegar mér fór að líða betur og fór með son minn út í göngutúr í vagninum.
Fljótlega þegar þetta gerist kynnist ég mjög góðri vinkonu minni, Jóhönnu, og það var þar sem ég fór að þora mæta í ræktina, því ég hafði einhvern með mér sem vissi betur en ég hvað ætti að gera þarna!
Flutti síðan í byrjun sumars suður til Keflavíkur & fór út að hlaupa á morgnanna & var strax orðin 20+ kg léttari þarna 4 mánuðum eftir að ég byrjaði! Ég ákvað síðan fljótlega eftir að við fluttum að reyna finna mér góað hreyfingu sem átti að vera til frambúðar! Sá Metabolic einn daginn þegar ég keyrði framhjá því með bróður mínum, vissum þá hvorugt hvað það var. Ég peppaði mig upp og skráði mig í Metabolic, fyrsti tíminn byrjaði 12.ágúst. Ég var með svolítinn hnút í maganum, mér fannst þetta rosalega stórt skref, ég var alein, ekki með neinn "ræktarfélaga" og var að taka stóra ákvörðun!
Ég mun aaaaaaaaaldrei gleyma þessu námskeiði! Þetta er eitt það skemmtilegasta sem til er í lífinu! Já mér finnst það! Ég mana alla til að prófa! Það er bara ógeðslega leiðinlegt að mæta í ræktina miða við þetta! Þvílíkt pepp, æðislegir kennarar og ALLTAF stuð! Og þú ert viss um að fá 100% rétta hreyfingu og það er bókað að þú færð harðsperrur daginn eftir! LOVE IT! Harðsperrur eru orðnar hluti af daglegu lífi mínu, mér finnst það bara frábært! Þá veit ég að ég er að gera eitthvað rétt!
Ef þið viljið skoða eitthvað betur Metabolic þá eru þau með heimasíðu; http://metabolicreykjanesbae.is/ og eigandinn er Helgi, yndislegur í alla staði!
Apríl 2013 - Apríl 2014 = 42 kg
Í Metabolic er fríar mælingar fyrir meðlimi & hef ég farið í þær sirka á 2 mánaða fresti til að sjá cm & kg fjöldana fara, það er aaaalls ekki leiðinlegt að geta séð svart á hvítu hvað árangurinn er að gerast fljótt&hratt!
Ég fór núna í síðasta mánuði til Helga í mælingu og gladdist ég MJÖG að sjá þyngdina, ég var komin í þá þyngd sem ég var með markmið fyrir !
Þann dag þegar ég labbaði útúr Metabolic bjó ég mér til nýtt markmið, 10 kg í viðbót & móta mig. Ég ætla mér sko ALLA leið niður í bikiní form, ég elska þetta! Og þetta er svo einfalt ef þú hefur ALLA daga jákvætt hugafar og leyfir hlutunum að hafa sinn tíma, góðir hlutir gerast hægt! Þú léttist ekki um 10 kg á einni nóttu. Nema þá þú sért mjöög veik og þá er það beinustu leið upppá spítala!
Ef þú ert að íhuga að létta þig þá er mataræði algjörlega númer 1,2,3 ! Taktu út ALLAN hvítan sykur, ALLT hveiti og SLEPPTU ÖLLUM unnum mat! Þetta er aaaaalgjört eitur fyrir líkama þinn!
Ég ákvað líka að taka um áfengi og vil ekki sjá þetta inn fyrir mínar varir, þetta hægir ferlega fljótt á brennslunni og verður þarafleiðandi ekki í mínum lífstíl.
Ég er hraust, ég er heilbrigð & mér líður vel alla daga í skrokknum. Þarf að biðja um meira ?
Dagurinn minn er sirka svona:
Ég vakna með syni mínum um 07:00 & fæ mér Herbalife shake ásamt vítamínunum mínum & Orkudrykknum mínum.
Uppáhaldssjeikinn minn núna er eftirfarandi:
2 skeiðar Herbalife 2 rebuild strenght
1 skeið Herbalife formúla 1 vanilla
250-300 ml (ég sirka alltaf hehe) af vanillu rice dream.
1/4 frosinn banani
Orkudrykkurinn minn er:
hálf teskeið herbalife te rifsberja
2 tappar af aloe vera herbalife safa
1 sítrónusneið
& fylla upp með vatni.
Fæ mér svo smá nart í möndlur um 10:00 & fæ mér vatnsglas eða heitt soðið vatn með kókosolíu =)
Síðan fer ég á æfingu 12:05 og fæ mér Herbalife 2 rebuild strenght BEINT eftir æfingu! Frábær næring fyrir vöðvana sem eru búnir að vinna á fullu ! =)
Seinni partinn fæ ég mér próteinpönnslu/epli+hnetusmjör/egg. Bara það sem mig langar í (sem er hollt ofc)
Í kvöldmatinn þá er það bara fjölbreytt og aldrei alveg eins eitthvað.
Kjúklingur/Kjúklingasalat/Kjúklingaréttur .. jájáajá kjúlli <3
Eggjahræra/Fiskur/kjöt bara name it ! =D
Og þá daga sem er REST DAY (vöðvarnir þurfa víst að hvíla sig! ) þá svissa ég og borða máltíðina í hádeginu en fæ mér sjeik á kvöldin =)
Þetta er ekki flóknara en þetta ! .... það þarf ekki að nota mat til að gleðja sig eða því þetta var svo slæmur/góður dagur. Hægt að nota eitthvað miiikið sniðugara en það! Alltof margir eru bara já í dag mánudag var ég að klára prófin, ætla fá mér hamborgara i tilefni þessi. Daginn eftir: já í dag var ég svo dugleg í vinnunni að ég ætla leyfa mér nammipoka... okei bííííddduuuuu stoppum aðeins þarna!
Það er ALLT í lagi að leyfa sér annað slagið, nýr heilsulífstíll er ekki fastur með boðum&bönnum. [eins og Ragga nagli segir, endilega lesið bloggið hennar!] Við verðum bara að læra meta hvenær það er við hæfi. Td þú ert búin að vera EXTRA dugleg ALLA vikuna og það er matarboð á laugardaginn.. hmm hvernig væri þá að leyfa sér á einn disk? Það er bara frábær hugmynd. En mundu þetta er EINN dagur og EIN máltíð. Ekki fara svo að detta í eitthvað sukk allan daginn og líka daginn og setja hugsunina ofaní þig: æ þetta er í lagi þessa helgi ég sleppi bara að fá mér næsta mánuðinn! mhm... þarna ertu strax farin að banna þér eitthvað. Og hvað gerist þegar eitthvað er "bannað" ? Þá fer maður frekar að sækjast í hlutina!
Það er ALLT í lagi að leyfa sér annað slagið, nýr heilsulífstíll er ekki fastur með boðum&bönnum. [eins og Ragga nagli segir, endilega lesið bloggið hennar!] Við verðum bara að læra meta hvenær það er við hæfi. Td þú ert búin að vera EXTRA dugleg ALLA vikuna og það er matarboð á laugardaginn.. hmm hvernig væri þá að leyfa sér á einn disk? Það er bara frábær hugmynd. En mundu þetta er EINN dagur og EIN máltíð. Ekki fara svo að detta í eitthvað sukk allan daginn og líka daginn og setja hugsunina ofaní þig: æ þetta er í lagi þessa helgi ég sleppi bara að fá mér næsta mánuðinn! mhm... þarna ertu strax farin að banna þér eitthvað. Og hvað gerist þegar eitthvað er "bannað" ? Þá fer maður frekar að sækjast í hlutina!
Ég allavega leyfi mér annað slagið, það er flott fyrir brennsluna að gefa henni smá "eiturorku" ;) en bara halda áfram réttu hugarfari. Þetta er lífstíll ekki hálfsárskúr! Og aðeins ÞÚ getur breytt þínu hugarfari. Ekki Jón eða Gunna útí bæ þótt þau séu endalaust að ýta og peppa á þig. Þú sjálf ert leikarinn í þínu lífstílsleikriti.
Gleymum því ekki :) Þótt þú segir Jón & Gunnu að þú ert búin að vera rosalega dugleg í ALLAN dag að borða hollt en varst samt sem áður bara með kexpakkana þá er það þitt. Þetta er ÞINN líkami svo það ert ÞÚ sem ræður útkomunni! =)
Vonandi er þetta hjálp fyrir einhverja þarna úti =)
Svo ein af okkur mæðginum í fíbblagangi undir lokin ! <3
Ég elska hann mest ;*
80% NÆRING 20% HREYFING
= 100% RÉTT HUGARFAR!
Comments
Post a Comment