Posts

Showing posts from August, 2015

19/50 Alveg að verða hálfnuð!

Image
Nitjándi dagurinn af fimmtíu!   Ég hélt virkinlega að þessi dagur myndi aldrei koma.  Rétt í þessu var ég að biðja um að láta rifta samningnum mínum við Metabolic.  Metabolic er mitt annað heimili! En maður þarf að gefa öðrum hlutum séns og prófa eitthvað nýtt. Það er hluti af lífinu! Stíga út fyrir þægindarammann og láta verða af því! Ég get samt alveg viðurkennt að það koma nokkur tár þegar ég hugsa til þess að vera ekki að fara í Metabolic á hverjum degi og hitta þessa frábæru þjálfara sem hafa hjálpað mér síðustu árin! Með hjálp Metabolic hef ég komist að því að ég get meira en ég held, er með góðan líkama til að byggja upp og eignast fullt af vinum! Í Metabolic eru allir svo vingjarnlegir, allir tilbúnir að aðstoða og vera til staðar. Vonandi verður þetta jafn æðislegt í Crossfit, annar veit ég að ég er alltaf velkomin aftur heim <3 Gefum Crossfit séns. Ætla fara þangað með góðan hug og læra nýja æðislega hluti! Vertu velkomin í líf mitt ...

16/50

Image
Drive safe, use Seatbelts Sextándi dagurinn runninn upp! <3 Loksins er orkan að koma til baka og vellíðan. Best af öllu er að loksins get ég þraukað út æfinguna án þess að finna eins og það sé að líða yfir mig! Ég kláraði sjúka æfingu á föstudaginn í MB3.   sjá - http://metabolicreykjanesbae.is/is/page/aefingakerfid Æfingin var svona sett upp: Swing eða Goblet hnébeyja: 5 reps með 36 kg bjöllu 10 reps með 32 kg bjöllu 15 reps með 24 kg bjöllu 20 repst með 20 kg bjöllu - 1rep push press milli æfinga. - Æfing í 20 mínútur straight. LOVE IT! Crossfit grunnnámskeið er staðfest & skjalfest. Búin að borga það!  Núna er ekki aftur snúið! Start 7.sept, Hlakka til! Takk & bæ :)  #heilsumamman

13/50 - CHALLENGE

Image
Þrettándi dagurinn runninn upp. So far so good , hef náð að halda mér í réttu macrosi. Macros = prótein, fita, kolvetni. Ég er að fara eftir ákveðnu prógrami þar sem ég má borða x mikið af hverju & einu fyrir sig. Loksins er ég komin aftur í gömlu góðu rútínuna & búin að lofa sjálfri mér að gera mér þetta ekki aftur. Búin að þyngjast alltof mikið & heilsan að versna útaf því. Æfingarnar urðu erfiðari og var ALLTAF þreytt! Ég mun aldrei skilja hvernig fólk getur lifað þannig lífstíl. Kolvetnasprenginar, síþreyta, uppþemba, bjúgur, útblásin og ómöguleg alla daga! Það bara getur ekki verið gott! Ég vakna núna hress, ánægð og án samviskubits! Ég geri mitt besta á hverjum degi, skrifa niður hvað ég borða (set inní myfitnesspal.com ) og mæti á æfingu. Lífið er bara svoo miklu betra þá! Ég ákvað eins og flestir hafa tekið eftir að hætta drekka, það er ekki útaf ég á við áfengisvandamál að stríða, þvert á móti! Það bara passar ekki í minn lífstíl, ég hef nokkrum sin...

9/50

Image
Dagur númer 9 hálfnaður og ég er farin að finna fyrir fráhvarfseinkennunum. Það rífur í en læt það ekki stoppa mig. Í gær fór ég í þrítugsafmæli & freystingar miklar þar! En ég stóð föst á mínu að ég ætla mér að klára þetta challenge & fór með bros á vör heim til mín að hafa haldið þetta út. Í staðinn ákvað ég að tríta mig með hollari köku. Ég held það muni aldrei nokkurntímann vera einfalt að halda sig á beinu brautinni, freistingar allstaðar. En þá þarf maður í staðinn að læra vera sterkari en svo og halda ótrauð áfram. ÉG ÆTLA, ÉG GET, ÉG SKAL!  ' Lífið er núna! #heilsumamman

8/50 - 50 days healthy challenge

Image
Áttundi dagurinn runninn upp í 50 days challenge. 50 days challenge: Ekkert hveiti, sykur í miiiklum minni hluta - velja frekar sykurlaust eða með sykurhlutfallið mjög lágt. 30+ mínútna hreyfing á hverjum degi. Dagurinn í dag byrjaði á ljúffengum herbalife súkkulaðimintu sjeik, uppáhaldið mitt! Mintusjeikinn var ekki búinn að vera fáanlegur í meira en ár svo auðvitað var hoppað hæð sína af kæti þegar þessi elska mætti í hús.  Maðurinn minn er búin að vera duglegur að ýta á mig hvenær ég ætli nú að kíkja á hans heimaslóðir, Crossfit. Ég hef loksins ákveðið að gefa því séns og er farin að hlakka til að mæta á næsta grunnnámskeið! Það verður líka enn meira hvetjandi að æfa með honum og ná enn meiri árangri!  Ég hef líka verið svo heppin að hafa eignast góða vinkonu sem er á sama ræktarleveli og ég. Ég hélt alltaf að ég gæti þetta alveg ein, ég þyrfti ekki stuðning því ég kynni þetta allt og gæti þetta allt. En þannig er það hjá fæstum, allir þurfa ein...