19/50 Alveg að verða hálfnuð!
Nitjándi dagurinn af fimmtíu! Ég hélt virkinlega að þessi dagur myndi aldrei koma. Rétt í þessu var ég að biðja um að láta rifta samningnum mínum við Metabolic. Metabolic er mitt annað heimili! En maður þarf að gefa öðrum hlutum séns og prófa eitthvað nýtt. Það er hluti af lífinu! Stíga út fyrir þægindarammann og láta verða af því! Ég get samt alveg viðurkennt að það koma nokkur tár þegar ég hugsa til þess að vera ekki að fara í Metabolic á hverjum degi og hitta þessa frábæru þjálfara sem hafa hjálpað mér síðustu árin! Með hjálp Metabolic hef ég komist að því að ég get meira en ég held, er með góðan líkama til að byggja upp og eignast fullt af vinum! Í Metabolic eru allir svo vingjarnlegir, allir tilbúnir að aðstoða og vera til staðar. Vonandi verður þetta jafn æðislegt í Crossfit, annar veit ég að ég er alltaf velkomin aftur heim <3 Gefum Crossfit séns. Ætla fara þangað með góðan hug og læra nýja æðislega hluti! Vertu velkomin í líf mitt ...