13/50 - CHALLENGE
Þrettándi dagurinn runninn upp. So far so good, hef náð að halda mér í réttu macrosi.
Macros = prótein, fita, kolvetni. Ég er að fara eftir ákveðnu prógrami þar sem ég má borða x mikið af hverju & einu fyrir sig.
Loksins er ég komin aftur í gömlu góðu rútínuna & búin að lofa sjálfri mér að gera mér þetta ekki aftur. Búin að þyngjast alltof mikið & heilsan að versna útaf því. Æfingarnar urðu erfiðari og var ALLTAF þreytt!
Ég mun aldrei skilja hvernig fólk getur lifað þannig lífstíl. Kolvetnasprenginar, síþreyta, uppþemba, bjúgur, útblásin og ómöguleg alla daga! Það bara getur ekki verið gott!
Ég vakna núna hress, ánægð og án samviskubits! Ég geri mitt besta á hverjum degi, skrifa niður hvað ég borða (set inní myfitnesspal.com ) og mæti á æfingu. Lífið er bara svoo miklu betra þá!
Ég ákvað eins og flestir hafa tekið eftir að hætta drekka, það er ekki útaf ég á við áfengisvandamál að stríða, þvert á móti! Það bara passar ekki í minn lífstíl, ég hef nokkrum sinnum fengið mér og fengið bara massívt samviskubit strax og það bara eyðilagt heilu vikurnar eftir fyrir mér! Sénsinn að áfengi sé svo mikilvægt í mínum augum að ég tími að eyðileggja það sem ég hef fyrir sopann.
Ég elska sjálfa mig. Ég virði sjálfa mig. Ég hugsa um sjálfa mig.
Lífið er bara svo miklu betra þegar maður borðar hollt, hreyfir sig og brosir allan daginn! Lífið er bara of stutt til að skora ekki á sjálfan sig að vera besta útgáfan af sjálfum sér!
ÉG GET, ÉG ÆTLA, ÉG SKAL
#heilsumamman
Comments
Post a Comment