Posts

Showing posts from 2015

Háskólapía

Image
Ég mætti á Hóla í Hjaltadal á sunnudagskvöldið. Var pínu stressuð fyrsta daginn enda stórt og mikið verkefni sem ég var búin að koma mér í. En ótrúlegt en satt þá var stressið algjört óþarfi. Hér eru allir yndislegir, kennarnarnir frábærir - þeir sem ég hef hitt hehehe... Í gær eftir skóla fórum við í langan göngutúr um Hóla með rektori skólans, Erlu.  - Spennandi sögur - hlátur - gaman - Enduðum uppí hesthúsi sem er svolítið langur spölur frá skólanum sjálfum. En veðrið var gott!             Hólar í Hjaltadag séð frá göngustígnum að hesthúsunum                                      Altaristaflan. Ein af 3 í heiminum Kvöldið endaði með dýrindis steikarsamloku, heitum potti & bjórkvöldi! Alvöru háskólastemming! Í kvöld er svo önnur veisla, pítsaveisla! Alltaf partý á Hólum! Á morgun er svo bjórskemmtun í Bjórsetr...

19/50 Alveg að verða hálfnuð!

Image
Nitjándi dagurinn af fimmtíu!   Ég hélt virkinlega að þessi dagur myndi aldrei koma.  Rétt í þessu var ég að biðja um að láta rifta samningnum mínum við Metabolic.  Metabolic er mitt annað heimili! En maður þarf að gefa öðrum hlutum séns og prófa eitthvað nýtt. Það er hluti af lífinu! Stíga út fyrir þægindarammann og láta verða af því! Ég get samt alveg viðurkennt að það koma nokkur tár þegar ég hugsa til þess að vera ekki að fara í Metabolic á hverjum degi og hitta þessa frábæru þjálfara sem hafa hjálpað mér síðustu árin! Með hjálp Metabolic hef ég komist að því að ég get meira en ég held, er með góðan líkama til að byggja upp og eignast fullt af vinum! Í Metabolic eru allir svo vingjarnlegir, allir tilbúnir að aðstoða og vera til staðar. Vonandi verður þetta jafn æðislegt í Crossfit, annar veit ég að ég er alltaf velkomin aftur heim <3 Gefum Crossfit séns. Ætla fara þangað með góðan hug og læra nýja æðislega hluti! Vertu velkomin í líf mitt ...

16/50

Image
Drive safe, use Seatbelts Sextándi dagurinn runninn upp! <3 Loksins er orkan að koma til baka og vellíðan. Best af öllu er að loksins get ég þraukað út æfinguna án þess að finna eins og það sé að líða yfir mig! Ég kláraði sjúka æfingu á föstudaginn í MB3.   sjá - http://metabolicreykjanesbae.is/is/page/aefingakerfid Æfingin var svona sett upp: Swing eða Goblet hnébeyja: 5 reps með 36 kg bjöllu 10 reps með 32 kg bjöllu 15 reps með 24 kg bjöllu 20 repst með 20 kg bjöllu - 1rep push press milli æfinga. - Æfing í 20 mínútur straight. LOVE IT! Crossfit grunnnámskeið er staðfest & skjalfest. Búin að borga það!  Núna er ekki aftur snúið! Start 7.sept, Hlakka til! Takk & bæ :)  #heilsumamman

13/50 - CHALLENGE

Image
Þrettándi dagurinn runninn upp. So far so good , hef náð að halda mér í réttu macrosi. Macros = prótein, fita, kolvetni. Ég er að fara eftir ákveðnu prógrami þar sem ég má borða x mikið af hverju & einu fyrir sig. Loksins er ég komin aftur í gömlu góðu rútínuna & búin að lofa sjálfri mér að gera mér þetta ekki aftur. Búin að þyngjast alltof mikið & heilsan að versna útaf því. Æfingarnar urðu erfiðari og var ALLTAF þreytt! Ég mun aldrei skilja hvernig fólk getur lifað þannig lífstíl. Kolvetnasprenginar, síþreyta, uppþemba, bjúgur, útblásin og ómöguleg alla daga! Það bara getur ekki verið gott! Ég vakna núna hress, ánægð og án samviskubits! Ég geri mitt besta á hverjum degi, skrifa niður hvað ég borða (set inní myfitnesspal.com ) og mæti á æfingu. Lífið er bara svoo miklu betra þá! Ég ákvað eins og flestir hafa tekið eftir að hætta drekka, það er ekki útaf ég á við áfengisvandamál að stríða, þvert á móti! Það bara passar ekki í minn lífstíl, ég hef nokkrum sin...

9/50

Image
Dagur númer 9 hálfnaður og ég er farin að finna fyrir fráhvarfseinkennunum. Það rífur í en læt það ekki stoppa mig. Í gær fór ég í þrítugsafmæli & freystingar miklar þar! En ég stóð föst á mínu að ég ætla mér að klára þetta challenge & fór með bros á vör heim til mín að hafa haldið þetta út. Í staðinn ákvað ég að tríta mig með hollari köku. Ég held það muni aldrei nokkurntímann vera einfalt að halda sig á beinu brautinni, freistingar allstaðar. En þá þarf maður í staðinn að læra vera sterkari en svo og halda ótrauð áfram. ÉG ÆTLA, ÉG GET, ÉG SKAL!  ' Lífið er núna! #heilsumamman

8/50 - 50 days healthy challenge

Image
Áttundi dagurinn runninn upp í 50 days challenge. 50 days challenge: Ekkert hveiti, sykur í miiiklum minni hluta - velja frekar sykurlaust eða með sykurhlutfallið mjög lágt. 30+ mínútna hreyfing á hverjum degi. Dagurinn í dag byrjaði á ljúffengum herbalife súkkulaðimintu sjeik, uppáhaldið mitt! Mintusjeikinn var ekki búinn að vera fáanlegur í meira en ár svo auðvitað var hoppað hæð sína af kæti þegar þessi elska mætti í hús.  Maðurinn minn er búin að vera duglegur að ýta á mig hvenær ég ætli nú að kíkja á hans heimaslóðir, Crossfit. Ég hef loksins ákveðið að gefa því séns og er farin að hlakka til að mæta á næsta grunnnámskeið! Það verður líka enn meira hvetjandi að æfa með honum og ná enn meiri árangri!  Ég hef líka verið svo heppin að hafa eignast góða vinkonu sem er á sama ræktarleveli og ég. Ég hélt alltaf að ég gæti þetta alveg ein, ég þyrfti ekki stuðning því ég kynni þetta allt og gæti þetta allt. En þannig er það hjá fæstum, allir þurfa ein...

Jákvætt hugafar = lykill af góðu lífsgæðum

Image
Lífið er of frábært til að eyða því í depurð og slæmu mataræði! I know the feeling! Þú ert þá orkuminni, erfiðara að vakna og jafnvel nennir ekki deginum. Hvert skref verður þyngra og þig langar helst að leggja þig. Það hljómar eins og röng leið að framtíðinni! GOOD FOOD IS GOOD MOOD   Lífið er til þess að fagna hverjum einasta degi sem við fáum tækifæri á. Við vitum aldrei enda þess. Tökum fagnandi þegar við vöknum, finnum andardrátt og hjartað okkar slær. Fáum okkur hollan mat og hreyfum okkur reglulega! Þannig kýs ég að lifa lífinu, sem þýðir að það eru góðar líkur á að ég verði enn fullfrísk eldri kona! Ég sé fyrirmyndir í Metabolic , konur á besta aldri, hreyfa sig, lyfta og hlaupa! Ég er svo innilega stolt að hafa kynnst þeim og fá tækifæri á því hvað það er gaman að fara á æfingu á HVERJUM degi! Þetta kalla ég flottar fyrirmyndir, ekki þær sem eru á forsíðu tískublaðs, photostoppaðar í tætlur og líta út fyrir að hafa ekki fengið mat í nokkra daga. Heilbrigði er...

Útskrift

Image
Úskrift! Ég er loksins komin með stúdentspróf! 23 ára móðir, útskriftarpía! Jeij, frábært! Með meðaleikunnina 8,13 sem er fyrsta einkunn svo ég er rosalega ánægð! Þetta er hægt í fjarnámi elskurnar ;* Ég útskrifaðist úr Keilir 16.janúar 2015, æðislegur dagur í alla staði og á eftir að sakna skólasystkina minna. Skólinn, kennararnir og nemendurnir allir til fyrirmyndar og allir tilbúnir að aðstoða, þetta er hægt á einu ári! Klára stúdentinn á EINU ÁRI! Fallegu skólasystkinin mín.  Af atvinnuflugmannsbrautinni er Hörður frændi líka að útskrifast :) Ég hélt útskriftarveislu + 2 ára afmælisveislu þann 17.janúar 2015 og ég er svo ánægð með alla sem mættu. Mér þykir svo óendanlega vænt um að fólk gaf sér tíma sinn til að kíkja, takk innilega fyrir allir.  Og þúsund þakkir fyrir gjafirnar, ég er svo innilega ánægð með allt saman!                                    S...

Sonur minn tveggja ára !

Image
Fyrir tveimur árum síðan vaknaði ég í rólegheitum, ekki búin að klára komu stráksins míns og hélt að hann myndi nú alls ekki koma á settum degi, það væri bara ólíklegt. En svo var ekki því vatnið var farið! Í algjöru panikki hringdi ég í mömmu mína og vissi ekkert hvað ég átti að gera. Ég er nefnilega svo heppin með mömmu mína að ég get alltaf treyst á hana! Hún kom strax heim og fórum við til ljósmóðurinnar í Borgarnesi að athuga hvort það væri ekki allt alveg örugglega í lagi. Vatnið var nefnilega smá rauðlitað svo ég gat enganvegin verið róleg, en allt var í stakasta lagi, ég fékk að heyra fallegasta hjartsláttinn og var að vakna til lífsins að strákurinn minn væri í alvörunni á leiðinni! Þessi stóri dagur, 17.janúar 2013, varð einn besti dagur lífs míns! Ég fékk þarna tækifæri á að vera foreldri heilbrigðs stráks, við það augnablik lofaði ég sjálfri mér að núna myndi ég breyta lífinu mínu, henda öllu sem lætur mér líða illa í burtu og opna augun fyrir bjartari framtíð ...

Markmið 2015

Image
Markmið 2015, eða eins og margir kalla áramótaheit. Ég sjálf trúi ekki á áramótaheit, en finnst gott að setja niður markmið inní nýtt ár. Alltof margir virðast nota hætta borða nammi og fara í megrun. Why? Það sem ég lærði af einni flottustu fyrirmynd minni, Röggu Nagla, er að orð eins og hætta einhverju virkar aldrei... þú endar á að gefast upp. Ég er búin að reyna þetta, trust me. Þú seilast ennþá meira í það sem þú "mátt ekki" fá þér. Ég nota frekar ,,langar ekki í" eða ,,má fá sér smá á laugardögum" - EF ég hef verið dugleg alla vikuna. Nota það sem svona "verðlaun" án þess samt að fara út í öfgar. Allavega mín markmið inní nýja árið snúast ekki um mataræði lengur. Mín eru: Líða vel í eigin líkama og trúa því. Að draga sig niður fyrir smáatriði er ekki í boði 2015 Dugleg að halda áfram að æfa og vera dugleg að þyngja hjá mér lóðin. Áskoranir eru til góðs. Eyða meiri tíma með fjölskyldunni minni, þeim sem mér þykir vænst um. L...